Orkuskapandi mataræði

Print
Orkuskapandi mataræði

Áttu erfitt með að fara á fætur á morgnana, geturðu ekki vaknað almennilega nema með því að fá þér kaffi og færðu þér svo sykurríkt snarl og drykki um miðjan dag til að koma þér gegnum daginn….hljómar þetta kunnuglega? Við erum uppteknari en nokkru sinni fyrr, kynslóðin sem þarf að geta gert allt, sjá um heimilið, vinnuna, sambönd, fjölskyldu og félagslíf... það er ekki furða að við séum stundum uppgefin! Góður nætursvefn er ekki eini þátturinn í því að við verðum endurnærð og vakandi, því það sem við borðum hefur einnig mikil áhrif á orku líkamans. Með því að velja réttan mat getur þú haft mikil áhrif á orkustig þitt allan daginn, en því miður gleymum við að hugsa um okkur sjálf í dagsins amstri. Að skipta út óhollu snarli eins og súkkulaði, gosdrykkjum og koffíni fyrir mat sem gefur okkur náttúrulega orku er einföld leið til að auka orkustigið!

10 dæmi um orkuskapandi mat

  1. Hafrar – eru auðugir af kalsíum, kalíum og magnesíum, sem og B-vítamínum sem eru orkuaukandi. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í því að umbreyta matnum sem við borðum í orku, skortur á magnesíum í mataræðinu gæti leitt til þess að orka okkar verður minni. Hafrar hafa einnig lágan sykurstuðul, svo þeir veita líkamanum stöðugt orku. Prófaðu múslí, hafragraut eða hafrakökur sem heilnæman morgunmat eða sem snarl milli mála.
  2. Hnetur – innihalda mikið prótein, vítamín og steinefni ásamt góðri fitu og eru því gott snarl þegar þig vantar orku. Möndlur innihalda orkugefandi steinefnin magnesíum og kalsíum. Valhnetur eru auðugar af kalíum, sinki og járni sem eru afar orkugefandi. Hnetur eru hinsvegar auðugar af B6-vítamíni sem hjálpar líkamanum að nota og varðveita orku úr próteinum og kolvetnum matarins. Hvað af þessu sem þú ákveður að velja skaltu samt passa það að borða ekki of mikið, þar sem hnetur innihalda talsverðar hitaeiningar og fitu – ein lúka eða tvær matskeiðar er tilvalinn skammtur.
  3. Ávextir – eru fullir af C-vítamíni, andoxunarefnum og trefjum sem gera þá að fullkomnu orkugefandi snarli. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir framleiðslu á karnitíni sem er sameind sem hjálpar líkamanum að brenna fitu til að skapa orku. Ef C-vítamín skortir í líkamanum, mun það ekki einungis láta þig vera orkuminni heldur einnig mun það láta líkamann þinn geyma þá fitu sem hann ekki brennir í vöðvunum. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru fullir af C-vítamíni, bananar eru einnig góður valkostur þar sem þeir eru auðugir af kolvetnum sem gefa líkamanum orku og einnig innihalda þeir kalíum sem er nauðsynlegt þáttur fyrir vöxt og viðhald líkamans. Það er ekkert til sem hægt er að kalla slæma ávexti svo endilega borðaðu sem mest úrval af ávöxtum fyrir fjölbreytt mataræði og aragrúa af næringarefnum.
  4. Grænmeti – mamma sagði alltaf “borðaðu grænmeti, það er svo hollt og gott fyrir þig” og hún hafði rétt fyrir sér. Brokkolí og spínat eru auðugt af járni sem er mikilvægt steinefni fyrir orku, aspas og baunir eru einnig orkuríkur matur sem er fullur af lykilvítamínum og steinefnum sem líkaminn þinn þarfnast. Sætar kartöflur eru einnig góður valkostur en þær eru kolvetnaríkar og innihalda C og A-vítamín sem eru nauðsynleg fyrir orkuna.
  5. Gróft korn – ef hvítum hrísgrjónum, hvítu brauði og pasta er skipt út fyrir heilhveiti hliðstæður mun það hjálpa til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Unnin kolvetni innihalda lítið af trefjum á meðan óunnin kolvetni eru trefjarík og hægja á losun sykurs frá kolvetnum svo að þau skjóta ekki blóðsykrinum upp né niður og orkan þín helst jafnari. Trefjar þenjast út í maganum þannig að þú verður lengur södd/saddur. Brún hrísgrjón og heilhveitibrauð eru uppspretta af pantóþensýru (betur þekkt sem B-vítamín) sem hjálpar líkamanum að toga til sín orkugefandi næringarefni úr matnum.
  6. Fiskur – fiskur er mjög próteinríkur og inniheldur mikið af vítamínum og steinefnum. Feitur fiskur eins og lax, makríll, silungur, síld, túnfiskur og sardínur inniheldur mikið magn af B6-vítamíni, Níasín (B3-vítamín ) og B12-vítamín sem eru mikilvæg til að umbreyta fæðu í orku. Fiskur er auðugur af magnesium sem er mikilvægt steinefni fyrir orkuframleiðslu. Feitur fiskur inniheldur Omega-3 fitusýrur sem eru góðar fyrir hjartað.
  7. Magurt rautt kjöt – rautt kjöt hefur fengið slæma umfjöllun en að borða magurt rautt kjöt getur hjálpað líkamanum þinum að fá nægt protein og járn – sem eru nauðsynleg fyrir orkubúskapinn. Lágt járnmagn getur leitt til járnskorts í blóði sem er oft til staðar hjá þeim eru síþreyttir, með slen og almenna litla orka. Úr kjöti fæst einnig B12-vítamín sem er mikilvægt til að losa orkuna úr fæðunni.
  8. Baunir – leysa orkuna rólega og eru fullar af trefjum sem hægja á meltingunni og gefa þá stöðuga orku. Nýrnabaunir, linsubaunir og bakaðar baunir eru járnríkar sem er mikilvægt til að viðhalda nægri orku. Baunir þurfa ekki að vera bragðdaufur matur því hægt er að búa til bragðmiklar súpur, salöt og karrírétti úr þeim.
  9. Egg – er ein af þeim fáu fæðutegundum sem hægt er að kalla fullkomið prótein, því þau innihalda allar þær 9 nauðsynlegu aminósýrur sem eru byggingareiningar fyrir prótein í líkamanum þínum. Þessar aminósýrur eru nauðsynlegar til að byggja upp nýja vöðva og græða vefjaskemmdir. Þar sem egg eru svona próteinrík eru þau frábær orkugjafi og þú verður södd/saddur lengur því þau losa orkuna hægt.
  10. Hvítlaukur – með því að borða mikið af hvítlauk mun ekki gera þig vinsælan útaf lyktinni sem honum fylgir en heilsuávinningur hans hefur verið þekktur í margar aldir. Þessi öfluga jurt getur hjálpað til við að minnka þreytu og auka orku. Hvítlaukur hefur einnig góð áhrif á hjartað og kemur stjórn á blóðsykurinn.


is-IS | 18.10.2018 04:48:41 | NAMP2HLASPX03