Sjö ráð til að borða rétt

Print
Sjö ráð til að borða rétt

Var áramótaheitið þitt að “borða rétt”? Margir lofa sjálfum sér í janúar að taka sig á í mataræðinu en strax í mars gefast þeir upp og gamlar matarvenjur aftur komnar. Kannski er ástæðan sú að þeir reyndu að takast á við of mikið í einu, eða þeir vissu ekki hvað það er að “borða rétt”. Að borða rétt er svo miklu meira en bara það að velja réttan mat, það er einnig að borða réttan mat á réttum tíma. Svo hérna eru sjö ráð sem geta hjálpað þér að “borða rétt”.

Borðaðu rétt þegar þú ferð á fætur. Þú þarft ekki að borða samstundis og þú vaknar en það er mjög mikilvægt að borða réttan morgunverð. Þeir sem borða reglulega morgunmat, geta betur stjórnað þyngdinni á meðan þeir sem sleppa morgunmatnum er líklegri til að borða of alltof mikið í hádeginu. Ef þú getur ekki borðað mikið á morgnana, prófaðu að fá þér hafragraut með smá próteindufti, eða ávexti með jógúrt eða próteindrykk með próteindufti, mjólk og ávöxtum.

Borðaðu rétt áður en þú ferð í matvöruverslun. Ef þú ferð að versla inn á tómum maga, verður þú eins og barn í sælgætisbúð – allt mun verða freistandi. Gríptu með þér próteinstöng, ávöxt eða smá hnetur áður en þú ferð af stað þá er líklegra að þú standist freistingarnar. Búðu til innkaupalista og reyndu að kaupa einungis það sem stendur á honum.

Borðaðu réttar fitur. Mataræði okkar þarfnast fitu í litlu mæli, en flestir neyta of mikils af fitu. Sumar tegundir af fitu , eins og þær sem eru náttúrulega í fiski, hnetum, ólífum og lárperum eru heilnæmari en aðrar. Heilnæmar fitur eru bragðbætandi, svo prófaðu að setja lárperur eða hnetur í salatið þitt eða settu smá ólífuolíu á soðið grænmeti.

Borðaðu áður en þú stundar líkamsrækt. Þú þarft að fá orku áður en þú ferð að stunda líkamsrækt – sérstaklega ef þú ferð á morgnana. Ef þú hefur ekki mikinn tíma er fljótlegt og þægilegt að fá sér smoothies, súpu eða jógúrt. Ef þú hefur nokkrar klukkustundir til að melta áður en þú ferð af stað ættirðu að fá þér máltíð með nægum heilnæmum kolvetnum t.d heilhveitibrauð, brún hrísgrjón, pasta, ávexti og grænmeti – þetta mun gefa þér mikla orku.

Borðaður rétt eftir æfingar. Eftir góða líkamsþjálfun vantar líkama þínum orku, svo reyndu að muna að borða eitthvað 30-45 mínútum eftir æfingu. Gott er að neyta ávaxta og proteins.

Borðaðu rétt þegar þú ferð út að borða. Við borðum svo oft á veitingastöðum núorðið að það er ekki jafnt mikið tilefni og það var áður. Reyndu að standast freistinguna að leyfa þér of mikið þegar þú ferð út að borða. Ef þú ert að reyna að passa upp á hitaeiningarnar, skiptu þá einum forrétti á milli þín og vinar eða pantaðu bara salat. Slepptu einnig sterkjuríku meðlæti og fáðu þér meira grænmeti. Biddu um að dressingar og sósur séu hafðar til hliðar svo að þú getir stjórnað hversu mikið þú borðar af þeim.

Borðaðu rétt á kvöldin. Margir borða lítið eða sleppa máltíðum yfir daginn, einungis til að neyta mikið af hitaeiningum milli kvöldmatsins og þangað til þeir fara að sofa. En þegar þú borðar meirihlutann af matnum á kvöldin, fær ekki heilinn þinn né vöðvarnir þá orku sem þeir þurfa. Í staðinn reyndu að dreifa þeim hitaeiningum sem þú neytir milli máltíða og snarls. Ef að þú getur ekki staðist það að borða eftir kvöldmat, prófaðu að bursta tennurnar strax eftir kvöldmatinn – það er ein besta leiðin til að gefa merki um að þú sért ekki að fara að borða meira þann daginn.is-IS | 18.10.2018 05:21:03 | NAMP2HLASPX03