Ekki víkja frá hreystimarkmiðunum þótt streita herji á þig

Print
Stay_On_Track_With_Your_Fitness_During_Stress

Þegar eittvað bjátar á í lífinu verðum við að læra að finna rétta jafnvægið og halda okkur á beinu brautinni.

Streituaðstæður geta orðið til þess að við borðum mest lítið og látum hjá líða að hreyfa okkur dögum saman. Tilfinningalegt heilbrigði hefur áhrif á heilsu- og hreystimarkmiðin, en við þurfum eldsneyti, við þurfum að hreyfa okkur og við þurfum að finna rétta jafnvægið, meira að segja þegar lífið gerir okkur erfitt fyrir.

Fyrst skalt þú spyrja þig nokkurra spurninga sem geta auðveldað þér að halda þér á réttri braut í átt á heilsu- og hreystimarkmiðunum.

  • Hvaða öryggisráðstafana grípur þú til þegar þú þarft að kljást við aðstæður sem einkennast af streitu eða tilfinningaróti?
  • Borðar þú til þess að bæla streituna eða fastar þú á streitutímum?
  • Situr þú aðgerðalaus eða hreyfir þú þig til þess að beina huganum frá erfiðleikunum?

Ef ekki næst að finna rétta jafnvægið á streitutímum getur það haft gífurlegar afleiðingar fyrir heilsu okkar og vellíðan. Hér á eftir koma nokkur góð ráð til þess að hjálpa þér að halda einbeitingunni þegar tilfinningarnar eru að bera þig ofurliði.

Leiðir til að losna við streitu:

Útbúðu verkefnalista

Verkefnalisti er frábær leið til þess að tryggja að þú náir að áorka öllu því sem þú þarft að sinna. Auk þess fylgir því vellíðan að geta strikað verkefni út af listanum. Gættu þess því að auka ekki streituna með því að bregðast skyldum þínum. Jafnvel þegar þú ert annars hugar vegna mikils álags tryggir verkefnalisti að þú gleymir ekki að ljúka því sem þú hefur tekið að þér.

Skipuleggðu máltíðir

Mín reynsla er sú að skipulagning máltíða fyrirfram geti orðið til þess að við finnum engar ástæður til þess að sleppa máltíðum eða borða ruslfæði. Settu matvöruinnkaup á verkefnalistann og fylltu hann af ávöxtum og grænmeti. Líkamanum er bráðnauðsynlegt að fá rétt eldsneyti á streitutímum.

Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt

Ef þú hefur tilefni til að hlakka til einhvers getur það bætt skapferlið. Það þarf ekki að vera flóknara en jógatími eða keilukvöld með vinum og vandamönnum. Það eitt að skipuleggja eitthvað til þess að koma þér út úr húsi í svolítinn tíma getur breytt líðan þinni.

Gefðu þér tíma í gönguferð

Hvort sem þú ert heima eða í vinnunni skalt þú skipuleggja regluleg gönguhlé. Gönguferðir henta ekki aðeins vel til þess að hreinsa hugann og fá sér frískt loft. Þær eru jafnframt kjörin leið til þess að hreyfa sig þegar um margt er að hugsa.

Hreyfðu þig með vinum þínum og fjölskyldu

Þegar streitan er að sliga þig gæti tími sem þú verð með ástvinum þínum hjálpað þér að leiða hugann frá rót vandans. Hreyfing er mun betri en að sitja bara aðgerðalaus, því þá gefst minna tækifæri til að háma í sig snarl eða sökkva sér niður í ógagnlegar hugsanir. Tími sem við verjum með ástvinum gefur okkur auk þess þann tilfinningalega stuðning sem við þurfum á erfiðum tímum.

Gættu þess að forðast óheilnæmt snarl

Sykurrík matvæli valda aðeins tímabundinni vellíðan. Aukalegi sykurinn sem berst um líkamann getur aukið orkuna tímabundið, en hún hrynur síðan ávallt í kjölfarið. Ég ráðlegg fólki að fá sér eitthvað heilnæmt og próteinríkt milli mála.

Ég vona að þú getir stuðst við einhver af þessum hollráðum mínum til þess að hjálpa þér að halda þér á rétti braut næst þegar þú lendir í streituaðstæðum. Tilfinningaleg heilsa þín er alveg eins mikilvæg og líkamleg heilsa þín. Þetta tvennt virðist auk þess vera nátengt. Afar nauðsynlegt er því að vera meðvitaður um atferli sitt og reyna að vernda heilsuna.is-IS | 20.8.2019 18:03:15 | NAMP2HLASPX03