Leiðir til að rjúfa vítahring jójó-megrunarkúra

Print
Leiðir til að rjúfa vítahring jójó-megrunarkúra

Einn af mínum elstu viðskiptavinum hefur misst 75 kg, en áður en þú ferð að hugsa “ vá þetta eru rosalega mörg kiló” eða “ ég skil ekki hvernig henni tókst það?” Leyfðu mér að útskýra, hún missti þau ekki öll í einu. Í rauninni, missti hún sömu 15 kílóin fimm sinnum því hún er týpísk jójó manneskja , þeas þyngdin hennar fer upp og niður og er sjaldan eins í langan tíma. Það er þekkt að fólk er líklegra til að lenda í þessu þegar það byrjar í of strangri megrun sem það getur ekki haldið út til lengdar. Strax og þú fellur fyrir smá freistni, þá koma koma gömlu matarsiðirnir og kílóin hrannast á aftur á þig.

Það er ekkert að því að hafa metnað og vera spenntur að ná vigtinni á rétt ról. En að hafa áhugann og drifkraftinn til að ná settu markmiði er aðeins helmingurinn af því sem til þarf. En gerðu þér líka grein fyrir því, þegar þú gerir alltof mikið – getur það leitt til þess að þér mistakist. Vertu frekar raunsæ/r um hversu mikið þú getur breytt í fyrstu.

Með því að skrá niður og fylgjast með ferlinu er þekkt og sannprófuð aðferð sem heldur þér á réttri braut. Finndu einnig eitthvað annað sem gæti hjálpað þér líka. Að fara æfa með vini er góð leið til að halda þér við æfingarplanið og hvatning til að mæta í ræktina. Einnig finnst sumum gott að ganga í hóp á netinu og fá stuðning frá honum. Að lokum vertu sveigjanlegur og lærðu af mistökum þínum. Ef þú prófar æfingaraðferð eða nýjan mat sem þér ekki líkar, prófaðu þá eitthvað annað. Mundu að markmiðið er ekki að missa eins mörg kilo og þú getur á sem skemmstum tíma, heldur viltu byggja upp heilbrigðari lífsstíl til lengri tíma með því að stunda hreyfingu og neyta heilnæmari fæðu.

Klárlega, er breytt hegðun lykilllinn að því að stoppa jójó vandamálið. Borðaðu minna og oftar yfir daginn. Passaðu að hver máltíð innihaldi prótein og skipulagðu fram í tímann allar máltíðir. Nauðsynlegt er að fylgjast með ferlinu og skrá alla þá þætti sem þú telur hjálplega. Lykillinn að árangursríkum þyngdarmissir er að gera alla hluti hægt og rólega, þá kemur sá árangur sem þú nærð að viðhalda til lengri tíma.

Skrifað af Susan Boweman, MS,RD,CSSD. Susan er ráðgjafi hjá Herbalife.is-IS | 20.8.2019 18:30:17 | NAMP2HLASPX01