Bauna- og fetasalat

Fyrir 4.
Print
Bauna- og fetasalat

Frábær valkostur sem heilnæmur hádegis- eða kvöldverður.

Hráefni:

 • 250 g kirsuberjatómatar, skornir í helminga
 • 1 gúrka, skorin í fjórðunga eftir lengdinni og síðan í teninga
 • 400 g dós af smjörbaunum
 • 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 1 gul paprika, skorin í teninga
 • 2 msk. fersk basilíka eða minta, söxuð smátt
 • 2 msk. fersk, flatlaufa steinselja, söxuð smátt
 • 75 g steinhreinsaðar Kalamata-ólífur, helmingaðar
 • 125 g fituskertur fetaostur, kurlaður

Í salatsósuna:

 • 1 msk. kaldpressuð ólífuolía
 • Safi úr ½ sítrónu

Leiðbeiningar:

Setjið allt annað hráefni salatsins en fetaostinn saman í stóra skál og blandið saman með salatáhöldum.
Þeytið saman olíunni og sítrónusafanum í lítilli skál til að búa til salatsósuna.
Hellið salatsósunni yfir salatið og blandið öllu saman til að þekja hráefnin með sósunni.
Dreifið fetaosti yfir salatið þegar það er borið fram.

Greining á næringarinnihaldi í skammti:

HitaeiningarPróteinMettuð fitaKolvetniTrefjar
21512 g4.2 g19.4 g8.5 g


is-IS | 18.7.2019 02:50:37 | NAMP2HLASPX01