Kryddaður fiskpottréttur

Fyrir 4.
Print
Kryddaður fiskpottréttur

Kryddaðir réttir geta gefið húðinni hraustlegan blæ.

Hráefni:

 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 bolli laukur í teningum
 • 1/2 bolli grófsöxuð rauð paprika
 • 1/2 bolli grófsöxuð græn paprika
 • 3/4 bolli sneiddir sveppir
 • 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
 • 1 bolli natríumsnautt kjúklingasoð
 • 2 dósir af teningaskornum tómötum, 14 1/2 únsa hvor
 • 1/2 tsk. malað kúmmín
 • 1/2 tsk. kajennapipar
 • 1 lárviðarlauf
 • 250 g ferskar eða frosnar soðnar rækjur, skelflettar og hreinsaðar
 • 150 g fersk eða frosin hörpuskel
 • 1 msk. söxuð steinselja
 • Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Hitið ólífuolíu yfir miðlungshita í stórum súpupotti. Bætið út í hann lauk, papriku, sveppum og hvítlauk, steikið í 8-10 mínútur og gætið þess að hræra oft. Bætið kjúklingasoði, tómötum, kúmmíni, kajennapipar, salti, pipar og lárviðarlaufi út í. Sjóðið við vægan hita, án loks, í 30 mínútur og hrærið öðru hvoru í pottinum. Bætið rækjum og hörpuskel út í sósuna og lokið svo pottinum. Sjóðið áfram við vægan hita í 10-15 mínútur í viðbót, eftir stærð hörpuskeljarinnar, þar til hörpuskelin er elduð og rétturinn orðinn gegnheitur. Leggið síðan lokahönd á réttinn með því að fínstilla kryddið, fjarlægja lárviðarlaufið og hræra út í hann steinselju rétt áður en hann er borinn fram.

 

Greining á næringarinnihaldi í skammti:

 

HitaeiningarPróteinFitaKolvetni
21523 g5 g21 g


is-IS | 20.8.2019 18:20:16 | NAMP2HLASPX03