Kryddaður kjúklingur að hætti veiðimannsins

Fyrir 2.
Print
Kryddaður kjúklingur að hætti veiðimannsins

Kryddaður uppáhaldsréttur frá Suður-Ítalíu.

Hráefni:

  • 2 kjúklingabringur, bein- og skinnlausar
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður
  • 6 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk. kapers
  • 2 msk. fersk basilíka eða 2 tsk. þurrkuð basilíka
  • 1/2 tsk. þurrkaðar rauðar piparflögur
  • 400 g dós niðursoðnir tómatar
  • 2 rauðar paprikur, saxaðar

Leiðbeiningar:

Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Úðið steikingarúða á stóra steikarpönnu og brúnið kjúklinginn á miðlungshita í 3 mínútur á hvorri hlið.

Setjið kjúklinginn á disk og geymið. Setjið hin hráefnin á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Setjið kjúklinginn með safa sínum aftur á pönnuna og ausið sósunni yfir hann. Setjið lok á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 7 mínútur í viðbót, eða þar til kjúklingurinn er meyr og gegneldaður.

Greining á næringarinnihaldi í skammti:

HitaeiningarPróteinFitaKolvetni
24230 g3.5 g24 g


is-IS | 20.8.2019 17:33:32 | NAMP2HLASPX01