Sjö lita kjúklingasalat

Fyrir 2.
Print
Sjö lita kjúklingasalat

Sneisafullt af andoxunarefnum til að stuðla að því að húðin fái hraustlegan blæ.

Salat:

 • 2 kjúklingabringur, maríneraðar í teríakísósu, grillaðar og kældar í kæliskáp
 • 1 pera, afhýdd og skorin í teninga
 • 10 rauð vínber
 • 1 lítil dós af mandarínum, sigtuð
 • 1 gul paprika, skorin í strimla
 • 1 gulrót, skorin í strimla
 • 1/4 lárpera (avókadó), skorin í teninga
 • 2 rauðlaukar, saxaðir
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 1 bolli spergilkál (brokkólí) í litlum bitum
 • 1 pakki blandað salat eða ferskt spínat

Salatsósa:

 • 1 msk. hrísgrjónaedik
 • 2 tsk. sojasósa
 • 1/2 tsk. sykur
 • 1/8 tsk. engiferduft
 • 1/4 tsk. sesamolía
 • Hvítur pipar á hnífsoddi

Leiðbeiningar:

Sneiðið grilluðu kjúklingabringurnar í strimla og setjið þá í stóra salatskál með hinum hráefnum salatsins. Þeytið saman innihaldsefnum salatsósunnar í lítilli skál. Hellið salatsósunni yfir salatið og blandið með salatáhöldum.

Greining á næringarinnihaldi í skammti:

HitaeiningarPróteinFitaKolvetni
32832 g5 g42 g


is-IS | 20.8.2019 18:02:21 | NAMP2HLASPX04