Tarragonkjúklingur

Fyrir 2.
Print
Tarragonkjúklingur

Tarragon gefur þessari uppskrift bragð af bernessósu, en án hitaeininganna!

Hráefni:

  • 2 kjúklingabringur, bein og skinnlausar
  • 1/4 teskeið salt
  • 1 msk. ferskt tarragon (estragon)
  • 1/2 bolli natríumsnautt kjúklingasoð
  • 1 msk. Dijon-sinnep

Leiðbeiningar:

Kryddið kjúklinginn með salti og tarragoni. Úðið teflonhúðaða steikarpönnu með steikingarúða og steikið kjúklinginn í 3 mínútur hvorum megin á miðlungsháum hita þar til hann er brúnaður. Setjið kjúklingabringurnar á disk og geymið. Leysið upp allt sem eftir situr í pönnunni með kjúklingasoði, þ.m.t. það sem situr fast á botni hennar. Bætið sinnepi út í og hrærið. Sjóðið þar til soðið hefur gufað upp að hluta til og þykknað, í u.þ.b. 3 mínútur. Leggið kjúklinginn aftur á pönnuna og veltið honum til að þekja hann með sósu.

Greining á næringarinnihaldi í skammti:

HitaeiningarPróteinFitaKolvetni
15028 g3.5 g0 g


is-IS | 20.8.2019 17:52:56 | NAMP2HLASPX03