Heilnæm fita

Print
Heilnæm fita

Fita gegnir ýmsum hlutverkum í daglegu mataræði.

 • Hún hjálpar til við viðhald heilans og taugakerfisins.
 • Hún hjálpar til við frásog fituleysanlegra vítamína úr meltingarveginum.
 • Hún gerir fæðuna bragðmeiri.
 • Hún heldur augum, húð, beinum og nöglum heilbrigðum.

Heilnæm fita fæst úr:

 • Fiski og fiskolíu.
 • Ólífuolíu.
 • Hnetum.
 • Lárperum (avókadó).

Til að tempra fituneyslu ber að:

 • forðast pönnusteikta fæðu;
 • baka, ofnsteikja, sjóða eða gufusjóða fæðuna;
 • tempra magnið af sósum, ídýfum, salatsósum, majonesi, smjöri og smjörlíki;
 • reyna að velja fitusnauðar eða fitulausar útgáfur af fæðunni (t.d. af mjólk, jógúrt, viðbiti, salatsósum og snarli).

Fléttaðu heilnæma fitu inn í mataræðið:

 • Borðaðu fisk nokkrum sinnum í viku.
 • Bættu lófafylli af hnetum eða svolítilli lárperu út í salöt.
 • Notaðu ólífuolíu í hóflegu magni við eldamennsku.


is-IS | 20.8.2019 17:33:09 | NAMP2HLASPX01