Hitaeiningar

Print
Hitaeiningar
Grunnupplýsingar um hitaeiningar og líkamsþyngd

Hitaeiningar eru

  • einingar af orku sem líkaminn notar til að knýja starfsemi sína og athafnir;
  • fengnar úr próteini, fitu og kolvetnum sem er að finna í fastri fæðu og drykkjum;
  • nauðsynlegar fyrir grunnstarfsemi líkamans á borð við að halda hjartanu, heilanum og lungunum gangandi (einnig kallað grunnbrennsla);
  • nauðsynlegar til að knýja athafnir daglegs lífs – allt frá örlítilli handarhreyfingu til 10 kílómetra hlaups.

Hitaeiningafjöldinn sem við þurfum á dag veltur á þyngd okkar, magni af vöðvamassa og hreyfingarstigi.

Ef þú neytir fleiri hitaeininga en líkaminn þarf, eru aukahitaeiningarnar geymdar sem fita.
Ef þú neytir færri hitaeininga en líkaminn þarf, eru geymdar hitaeiningar (fituforðinn) notaðar til að gefa aukalega orku.

Eitt kíló = u.þ.b. 7.700 hitaeiningar.

Til að léttast

Með því að fækka hitaeiningum um 500 á dag lækkar þú vikuneysluna um u.þ.b. 3.500 hitaeiningar - og léttist þannig um rúm 450 g af líkamsfitu. Aldrei má hins vegar neyta færri en 1.200 hitaeininga á dag.*

Ef þú vilt léttast um meira en rúm 450 g á viku þarft þú annað hvort að draga enn frekar úr hitaeininganeyslunni* eða fjölga hitaeiningum sem þú brennir við hreyfingu.

Til að varðveita þyngd

Náðu réttu jafnvægi milli hitaeininga úr fastri fæðu og drykkjum sem þú neytir og hitaeininga sem þú brennir.**

Ef þú ert kona:
Konur þurfa tæplega 26,5 hitaeiningar fyrir hvert kíló af líkamsþyngd (68 kg kona þarf u.þ.b. 1.800 hitaeiningar á dag.)

Ef þú ert karl:
Karlar þurfa tæplega 31 hitaeiningu fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. (91 kg karl þarf u.þ.b. 2.800 hitaeiningar á dag.)

*Heimild: „Fæðuleiðbeiningar fyrir Bandaríkjamenn, 2005.“ Heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna (U.S. Department of Health and Human Services, U.S. Department of Agriculture (USDA)).
**Heimild: Fæðuleiðbeiningar fyrir Bandaríkjamenn, 2005. Heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna (U.S. Department of Health and Human Services, U.S. Department of Agriculture (USDA)).is-IS | 20.8.2019 18:49:44 | NAMP2HLASPX03